Hobro er danskur kaupstaður sem liggur við botn Mariager-fjarðar á Norður-Jótlandi og var íbúafjöldi bæjarins um 12.000 árið 2006. Um það bil 2 km vestur frá bænum liggur víkingaborgin Fyrkat, sem fornleifafræðingar hafa dagsett aftur til ársins 980.