Royal Order Of Protestant Knights, Hellsing
|
|
|
Hellsing er uppdiktuð samtök og koma fyrir í manga seríunni Hellsing eftir Kouta Hirano.
Nafnið Hellsing kemur frá aðalpersónu bókarinnar Drakúla eftir Bram Stoker, sem hét Abraham van Helsing. Leiðtogi Hellsing samtakanna, Sir Integral Fairbrook Wingates Hellsing er lang-afabarn Abrahams. Í Hellsing alheiminum eru samtökin mikilvægur hluti í hinni raunverulegu valdabyggingu Bretlands, sem er í raun enn stjórnað af leyndri stétt aðalsmanna og konungsríkis. Hlutverk samtakanna er að verja landið gegn öllum yfirnáttúrulegum hættum. Í manganu vekur það oft upp deilur, hve óhefðbundnar leiðir Hellsing notar til að ljúka verkefnum sínum, eins og að nota óguðlega mætti og verur. Í þáttunum líkjast einkennisbúningar, aðferðir og útbúnaður frekar and-hryðjuverka hóp, á meðan að í manga og OVA sögunum líkjast þeir meira Men in Black stofnun en lögregluhópi.
Saga
Það bendir margt á það að Hellsing stofnunin var stofnuð af Abraham van Helsing skömmu eftir atburði bókar Bram Stokers (Drakúla) sem svörun við þeirri hættu sem vampírur virtust vera, eftir að hann hafði hitt Drakúla. Tilgangur Hellsings er að eyða öllum ó-mannlegum verum. Þetta fellur vanalega í hendur afkomenda Abrahams, vegna þess að þeir eru þeir einu sem geta stjórnað Alucardi (sem ert oft kallaður „ávöxtur erfiðis Hellsing fjölskyldunar“, en hún framkvæmdi margar tilraunir á Alucardi, og gerðu hann að einni bestu vampírunni, aðeins til að berjast við aðrar vampírur.
Árið 1944 sendi Arthur Hellsing (þáverandi stjórnandi Hellsings) Alucard og 14 ára gamlan strák að nafni Walter C. Dornez til að stöðva tilraunir Millenniums til að skapa gervi vampíru her til myndi hjálpa Nasistum að sigra seinni heimsstyrjöldina. Alucard og Walter tókst þetta, þótt þeim mistókst að drepa lykilmenn Millenniums. Eftir seinni heimsstyrjöldina var ákveðið að Alucard væri of kraftmikill, og þar með hugsanlega hætturlegt að nota hann sem vopn, og var læstur í kjallara Hellsing setursinns. Þegar Arthur lést, varð Integra Fairbrook Wingates Hellsing ráðamaður Hellsings. Frændi hennar Richard Hellsing reyndi að drepa hana til að verða stjórnandi Hellsings, en var drepinn af Alucard, sem Integra hafði vakið úr 20 ára kyrrsetningu. 10 ár eru liðin frá því að Integra tók við stjórn Hellsings.
Meðlimir
- Alucard
- Integra Hellsing
- Seras Victoria
- Walter C. Dornez
See also