Helgi Tómasson

Dr. Helgi Tómasson (25. september 18962. ágúst 1958) var yfirlæknir á Kleppsspítala frá 1929 þegar nýtt hús spítalans var tekið í notkun. Hann er faðir Ragnhildar Helgadóttur fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Mikið fjölmiðlamál varð úr deilum hans við Jónas Jónsson frá Hriflu árið 1930 sem fékk nafnið „Stóra bomba“.

Helgi fæddist á Vatnseyri við Patreksfjörð. Hann varð stúdent við Menntaskólann í Reykjavík árið 1915. Útskrifaðist síðari sem Cand.med frá Kaupmannahafnarháskóla árið 1927 sem sérfræðingur í tauga- og geðsjúkdómum.

Helgi varð yfirlæknir Kleppsspítala í Reykjavík frá 1929 og starfaði þar til æviloka. Hann var auk þess kennari við Háskóla Íslands í geðsjúkdómafræðum frá árinu 1930. Hann var formaður Geðverndarfélags Íslands frá 1949 til æviloka. Og skátahöfðingi Íslands frá 1938 þar til hann lést.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!