Helena Eyjólfsdóttir syngur Heims um ból er 78-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1954. Á henni syngur Helena Eyjólfsdóttir tvö jólalög við undirleik Páls Ísólfssonar. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Pressun: AS Nera í Osló.
Helena Eyjólfsdóttir var aðeins 12 ára þegar þessi plata var tekin upp og vakti bjartur söngur hennar verðskuldaða athygli.