Suðu- og bræðslumark þess er það lægsta á meðal frumefnanna. Að undanskildum öfgakenndum aðstæðum, er það aðeins til í gasformi. Það er næstalgengasta frumefnið í alheiminum, en á Jörðinni finnast stórar birgðir af því eingöngu í jarðgasi. Það er notað við lághitafræði, í djúpsjávaröndunartækjum, til að blása upp blöðrur og sem hlífðargas í margvíslegum tilgangi.