Eyrarsundslásinn

Eyrarsundslásinn eða Eyrarsundskenningin er kenning sem íslenski sagnfræðingurinn Björn Þorsteinsson setti fram til að útskýra aukinn mátt dansk-norska ríkisins í átökum við Englendinga um yfirráð yfir Norður-Atlantshafi um miðja 15. öld. Samkvæmt kenningunni gátu Danir lokað fyrir aðgang Englendinga að Eystrasalti með því að loka Eyrarsundi („skellt í lás“) og þannig þrýst á um að fá kröfum sínum framgengt um siglingar í Norðurhöfum, einkum til Íslands og Færeyja, en einnig til Norður-Noregs. Fyrsta skipti sem konungur tók það til bragðs að leggja hald á ensk skip í Eyrarsundi fyrir framferði Englendinga á Íslandi var árið 1447.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!