Share to: share facebook share twitter share wa share telegram print page

Elfa Rún Kristinsdóttir

Elfa Rún Kristinsdóttir (fædd 1985) er íslenskur fiðluleikari. Hún hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir leik sinn, þar með talin Íslensku tónlistarverðlaunin í flokkinum hljómplata ársins í sígildri og samtímatónlist fyrir upptöku sína af fantasíum Georgs Philipps Telemann[1]. Elfa Rún bar sigur úr býtum í alþjóðlegu Bach-keppninni í Leipzig 2006, þar sem hún vann bæði aðalverðlaun, áheyrendaverðlaun og verðlaun fyrir að vera yngsti keppandinn í úrslitunum[2]. Elfa Rún er leiðari í kammersveitinni Soloistenensemble Kaleidoskop í Berlín, en hefur einnig gefið sig að flutningi barokktónlistar undir merkjum upprunaflutnings og komið fram sem einleikari og leiðari með barokksveitinni Akademie für Alte Musik í Berlín[3]. Elfa Rún var tilnefnd til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2015[4].

  1. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 27 október 2016. Sótt 13 nóvember 2016.
  2. http://derstandard.at/2518653/Bach-Preistraeger-kommen-aus-Italien-Estland-und-Island
  3. http://www.norden.org/en/nordic-council/nordic-council-prizes/nordisk-raads-musikpris-1/nominations-2015/elfa-run-kristinsdottir[óvirkur tengill]
  4. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. mars 2017. Sótt 13 nóvember 2016.
Prefix: a b c d e f g h i j k l m n o p q r s t u v w x y z 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9

Portal di Ensiklopedia Dunia

Kembali kehalaman sebelumnya