Einar Ágúst Víðisson (f. 13. ágúst 1973) er íslenskur söngvari, trúbador og útvarpsmaður. Hann varð þekktur sem söngvari hljómsveitarinnar Skítamórall (Skímó).
Einar hefur sungið og gefið út lög með hljómsveitunum Pöpunum og Greifunum.
Hann sigraði með laginu „Beint í hjartastað“ eftir Grétar Örvarsson úr Stjórninni með texta Ingibjargar Gunnarsdóttur, Landslag Bylgjunnar og Stöðvar 2 árið 2001 í beinni útsendingu frá Broadway, Hótel Íslandi og svo fyrstu keppnina um Ljósanæturlagið í beinni útsendingu á Skjá 1 með lagið „Velkominn á Ljósanótt“ árið 2002. Einar gaf út sólóplötuna Það er ekkert víst að það klikki árið 2007.
Einar Ágúst hefur stórt húðflúr á hægri handlegg og hálsi ásamt mörgum öðrum minni.