Doktorsritgerð

Doktorsritgerð er ítarleg lokaritgerð eða safn nokkurra ritgerða, sem samdar eru af doktorsnema undir handleiðslu prófessors og lagðar fram til doktorsprófs. Doktorsnemi ver loks ritgerð sína í svokallaðri doktorsvörn og hlýtur doktorsnafnbót að lokinni árangursríkri doktorsvörn.

Saga doktorsritgerðarinnar á Íslandi

Björg Þorláksdóttir Blöndal varð þann 17. júní 1926 fyrst íslenskra kvenna til að ljúka doktorsprófi er hún varði doktorsritgerð sína við Sorbonne-háskóla í París. Þann 16. janúar árið 1960 varði kona (Selma Jónsdóttir listfræðingur) doktorsritgerð sína í fyrsta skiptið á Íslandi við Háskóla Íslands.

Dæmi um doktorsritgerðir

  • Kristján Eldjárn lauk doktorsprófi árið 1957 og nefnist ritgerð hans Kuml og haugfé í heiðnum sið á Íslandi. Varði hann ritgerð sína þann 19. janúar hið sama ár.
  • Frá árunum 1908 til 1910 vann Guðmundur Finnbogason að doktorsritgerð sinni með einum eða öðrum hætti, en ritgerðin hét „Den sympatiske forstaaelse“ eða Samúðarskilningurinn.
  Þessi skólagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!