David Stephen Caruso (fæddur 7. janúar1956) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir að leika Horatio Caine í CSI: Miami.
Einkalíf
Caruso fæddist í Forest Hills Gardens, Queens, New York.[1] Hann er af ítölskum og írskum uppruna.[2] og var alinn upp kaþólskri trú.[3] Caruso stundaði nám við Our Lady Queen of Martyrs Catholic School, í Forest Hills. Seinna meir þá stundaði hann nám við Archbishop Molloy High School nálægt Briarwood og útskrifaðist þaðan árið 1974.[4]
Caruso er stofnandi DavidCarusoTelevision.tv og LexiconDigital.tv, ásamt því að vera meðstofnandi að Steam, sem er fatarbúð í S-Miami.
Hann á dóttur, Greta, með seinni eiginkonu sinni, Rachel Ticotin. Síðan á hann tvö börn með fyrrverandi kærustu sinni Liza Marquez: Marquez Anthony og Paloma Raquel. Í apríl 2009, fór Marquez í mál við Caruso vegna fjársvika, brota á skiptasamningum og tilfinningalegrar þjáningar.[5]
Í dag þá býr hann í Los Angeles og Miami ásamt kærustu sinni, Amina Islam.
Í mars 2009 var austurrísk kona sett í gæsluvarðhald í Tyrol, Austria vegna kæru um að hafa ofsótt Caruso; hafði hún tvisvar sinnum misst tíma í dómssal áður en hún flúði til Mexíkó.[6]
Ferill
Níundi áratugurinn
Fyrsta hlutverk hans var árið 1980 í kvikmyndinni Getting Wasted sem Danny. Caruso eyddi mesta áratugnum í aukahlutverkum í kvikmyndum á borð við, First Blood, An Officer and a Gentleman, Blue City, Thief of Hearts, og China Girl. Caruso kom einnig fram í myndunum Twins og Hudson Hawk.
Í sjónvarpi þá var hann í aukahlutverki sem Tommy Mann, leiðtogi klíkunnar "The Shamrocks", í Hill Street Blues í byrjun 1980s. Þá kom hann fram í tveimur þáttum í seríunni Crime Story sem var sýnt frá 1986 til 1988.
Tíundi áratugurinn
Caruso kom fram í aukahlutverkum í myndum á borð við King of New York og Mad Dog and Glory. Þegar hann var að taka upp kvikmyndina '[Hudson Hawk frá 1991, þá notaði Caruso ákveðna aðferð þar sem hann neitaði að tala við fólk þar sem persóna hans, Kit-Kat, var mállaus sem hafði bitið tunguna sína af.[7]
Fyrsta stóra hlutverk hans var árið 1993 sem rannsóknarfulltrúinn John Kelly í NYPD Blue sem Caruso vann Golden Globe verðlaun fyrir. Ásamt því að TV Guide nefndi Caruso sem einn af sex nýju stjörnum 1993-94 tímabilsins.
Komst hann í fréttirnar þegar hann ákvað yfirgefa þáttinn til þess að vinna að kvikmyndaferli sínum (þá aðeins fjórum þáttum inn í aðra seríu), en átti erfitt með að sýna sig sem aðalleikara í glæpamyndinni Kiss of Death, sem fékk góða dóma en gekk ekki vel fjárhagslega. Kom hann einnig fram í myndinni Jade (1995), sem gekk mjög illa. Árið 1997 sneri hann aftur í sjónvarpið þegar hann lék í lögfræðiseríunni Michael Hayes, þar sem hann lék New York lögfræðinginn og var serían aðeins sýnd í eitt tímabil.
21. öldin
Caruso kom aftur fram í aukahlutverki í myndinni Proof of Life með Russell Crowe, frá árinu 2000. Árið 2001 lék hann titil hlutverkið í hryllingsmyndinni, Session 9.
Frá 2002-2012, lék hann Lt. Horatio Caine í hinum vinsæla sjónvarpsþætti CSI: Miami. Í CSI: Miami, var Caruso þekktur fyrir að nota einnar setninga línur sem passa þegar á við í senum og notkun sólgleraugna hans. Sólgleraugu Carusos og einnar setningar línur hans, hafa verið gert mikið grín af grínustum og á netinu.
Dúkkuhaus David Caruso
Í byrjun ársins 2007, varð til Horatio Caine dúkkuhausinn, hann er circa 6 tommur á hæð og er fullur af sælgæti, ásamt því að sýna vel útlit Carusos. Síðan dúkkuhausinn var gefinnn út þá hefur hann orðið mjög vinsæll á tökustað þáttarins og á meðal aðdáenda Carusos. Eftir að hafa heimsótt tökustað í október 2009 fékk hópur aðdáenda sem hafði ferðast allaleiðina frá Toronto, Kanada, dúkkuhausinn gefins sem þakkargjöf eftir nær 2200 mílna ferð til Kaliforníu.
Núna nefnt „Bobble Head David Caruso“ (þ.e. B-HED), þá hefur hann ferðast um margar borgir í Bandaríkjunum (LA, Las Vegas, Chicago, Buffalo, Miami), Ástralíu (Melbourne), Kúbu (Holguin) og Kanada (Toronto, Windsor, Niagara Falls). B-HED hefur eignast mikinn fjölda aðdáenda í fjölmiðlum og á netinu. Sjá B'HED's Blog