Carlos Borges

Carlos Ariel Borges (f. 14. janúar 1932 - d. 5. febrúar 2014) var knattspyrnumaður frá Úrúgvæ. Hann vann meistaratitla í heimalandi sínu og í Argentínu auk þess að keppa með landsliðinu á HM 1954.

Ævi og ferill

Borges fæddist í Montevídeó og gekk sextán ára gamall í raðir Peñarol. Þar lék hann með varaliðinu til ársins 1953 ef frá er talið þegar hann fékk tækifæri með aðalliðinu árið 1950 þegar hluti fastamanna voru uppteknir á HM í Brasilíu. Frá 1953 til 1960 átti hann farsælan feril með Peñarol og varð fjórum sinnum úrúgvæskur meistari, árin 1954, 1958, 1959 og 1960. Hann var jafnframt í sigurliði félagsins í Copa Libertadores þegar hún var haldin í fyrsta skipti árið 1960 og skoraði m.a. fyrsta markið í sögu þeirrar keppni í leik á móti bólivíska liðinu Jorge Wilstermann.

Í lok keppnistímabilsins 1960 gekk Borges til liðs við Racing Club í Argentínu þar sem hann varð landsmmeistari strax á fyrsta ári. Ferlinum lauk hann svo árið 1964 hjá minni liðum í bæði Úrúgvæ og Argentínu.

Borges lék 35 landsleiki á tímabilinu 1954-59 og skoraði í þeim tíu mörk. Hann var í liðinu sem hafnaði í fjórða sæti á HM í Sviss árið 1954. Hann skoraði þrennu í 7:0 stórsigri á Skotum og fyrsta markið í 4:2 sigri á Englendingum í fjórðungsúrslitum. Tveimur árum síðar var hann í sigurliði Úrúgvæ á heimavelli í Copa America.

Borges lést árið 2014.

Heimildir

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!