Bresku Vestur-Indíur

Núverandi Bresku Indíur.
Harbour Street í Kingston á Jamaíku um 1820.

Bresku Vestur-Indíur er samheiti yfir bresk handanhafssvæði í og við Karíbahaf. Þetta eru/voru Angvilla, Bermúda, Cayman-eyjar, Turks- og Caicoseyjar, Montserrat, Bresku Jómfrúaeyjar, Bahamaeyjar, Barbados, Belís (áður Breska Hondúras), Antígva og Barbúda, Dóminíka, Sankti Kristófer og Nevis, Grenada, Sankti Lúsía, Sankti Vinsent og Grenadíneyjar, Gvæjana (áður Breska Gvæjana), Jamaíka (áður Jamaíkunýlendan) og Trínidad og Tóbagó. Stofnun Bresku Vestur-Indía miðast við stofnun fyrsta þings Hléborðseyja á Sankti Kristófer árið 1674.

Fram á 6. og 7. áratug 20. aldar voru þessi lönd hluti af Breska heimsveldinu. Þau skiptust í nokkrar nýlendur: Bahamaeyjar, Barbados, Bresku Gvæjana, Bresku Hondúras, Jamaíku (undir þá nýlendu heyrðu Turks- og Caicoseyjar og Cayman-eyjar), Trínidad og Tóbagó, Bresku Kulborðseyjar og Bresku Hléborðseyjar.

Milli 1958 og 1962 voru allar nýlendurnar á eyjunum, nema Bresku Jómfrúaeyjar og Bahamaeyjar, sameinaðar í eitt Sambandsríki Vestur-Indía. Vonir stóðu til að það fengi sjálfstæði sem eitt sambandsríki. Það gekk ekki eftir vegna ýmissa vandamála og skorts á stuðningi almennings. Sambandsríkið leystist upp 1962 og nýlendurnar sem urðu til í kjölfarið urðu flestar sjálfstæð ríki næstu ár, síðast Sankti Kristófer og Nevis árið 1983. Í dag eru aðeins Angvilla, Bermúda, Bresku Jómfrúaeyjar, Montserrat, Cayman-eyjar og Turks- og Caicoseyjar enn undir breskri stjórn.

Heimild

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!