Bláturn var turn á Kaupmannahafnarhöll í Danmörku og var reistur í tíð Kristjáns 4.. Nafnið er tilkomið vegna blýklæðningar sem var á þaki turnsins. Turninn var notaður sem fangelsi frá því fljótlega eftir að hann var reistur og þar til hann var rifinn 1731 með höllinni til að rýma fyrir Kristjánsborgarhöll. Eftir það var nafnið Bláturn notað yfir annað fangelsi sem var rifið árið 1848.