Björn Auðunarson (d. 1364) var ábóti í Viðeyjarklaustri frá 1352 til dauðadags. Um leið og hann tók við var breytt um regluhald í klaustrinu og Ágústínusarregla sett þar að nýju en þá hafði klaustrið tilheyrt Benediktsreglu í átta ár.
Björn var að líkindum sonur Auðunar Krákssonar, prests í Selárdal, og því af ætt Seldæla. Lítið er vitað um ábótatíð Björns en hann gegndi embættinu til dauðadags 1364. Þá tók Jón nokkur við ábótadæminu.
Heimildir