Benediktsregla

Benediktsregla er stærsta og fjölmennasta klausturreglan í kaþólskum sið og er kennd við Benedikt frá Núrsíu, sem stofnaði hana á sjöttu öld e.Kr. á Ítalíu. Elst og þekktast þessara klaustra er Monte Cassino, sem Benedikt stofnaði árið 529.

Benediktsklaustur, bæði munka- og nunnuklaustur, voru síðan stofnuð um alla Evrópu á næstu öldum og seinna um allan heim.

Benediktsklaustur á Íslandi í kaþólskum sið voru Þingeyraklaustur (1133), Munkaþverárklaustur (1155) og Hítardalsklaustur (1155), en það síðastnefnda var skammlíft. Nunnuklaustrin á Kirkjubæ (1186) og Reynistað (1295) voru bæði Benediktsklaustur.

Tengt efni

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!