Basil Bernstein

Basil Bernstein (1. nóvember 192424. september 2000) var breskur félagsfræðingur og málfræðingur. Hann er þekktur fyrir kenningar sínar um félagsfræði uppeldis- og kennslu.

Fjölskylda Bernstein var innflytjendur af gyðingættum í Austur-London. Hann var um fertugt þegar hann tók doktorspróf. Bernstein starfaði við Lundúnaháskóla.

Kenningar Basil Bernstein um félagsfræði uppeldis- og kennslu greina það táknkerfi sem stýrir skólastarfi. Hann leiðir rök að því að kennsluhættir byggi á reglum um samskipti og hefðum sem hafa mótast innan stofnana á löngum tíma. Þessar samskiptareglur nefnir hann hina stýrandi (regulative) orðræðu. Lykilhugtök í kenningum hans eru flokkun (classification) og umgerð (framing) þar sem flokkun lýsir uppbyggingu félagslegs rýmis t.d. hvernig námsgreinum er skipt og hvernig fólk er flokkað í nemendur og kennara. Umgerð vísar til þess hvar yfirráðin eru yfir samskiptum, hver stýrir þeim.

Ritverk

  • Theoretical Studies Towards A Sociology Of Language (1971)
  • Applied Studies Towards A Sociology Of Language (1973)
  • Selection And Control (1974) meðhöfundur Walter Landis
  • Towards A Theory Of Educational Transmissions (1975)
  • The Structuring Of Pedagogic Discourse (1990)
  • Social Class, Language And Communication meðhöfundur Dorothy Henderson
  • Pedagogy, Symbolic Control and Identity (1996 / 2000 önnur útgáfa)

Tenglar

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!