Búnaðarsamband Suðurlands (Bssl) er búnaðarsamband á Suðurlandi, stofnað 1908. Það hefur aðalaðsetur sitt í Selfossi, en einnig rekur það skrifstofur á Hvolsvelli, Klaustri og Höfn.
Saga
Búnaðarsamband Suðurlands var stofnað af hreppabúnaðarfélögunum og átti fyrst að sjá um kennslu í búháttum, s.s. hvernig ætti að plægja og auðvelda störf á bæjunum. Voru jarðabætur aðal verkefni félagsins fyrst um sinn. Fyrsti ráðunautur í röðum Bssl var Guðjón A. Sigurðsson sem kom til starfa 1932. Ekki fyrr en 1946 hófust skipulegar leiðbeiningar í búfjárrækt en þá var Hjalti Gestsson frá Hæl í Eystri-Hrepp ráðinn í hálft starf. Hann var þá nýútskrifaður frá Kaupmannahafnarháskóla. Síðar meir, árið 1953 var þriðji ráðunauturinn ráðinn til starfa, enda starf þess komið á blússandi siglingu með Gunnarsholt, undir stjórn Kristjáns Karlssonar, sem aðalbú.
Fyrsti formaður Bssl var Sigurður Guðmundsson frá Selalæk í Rangárvallasýslu. Núverandi formaður er Guðbjörg Jónsdóttir á Læk í Flóa en Sveinn Sigmundsson frá Laugardælum í Flóa er framkvæmdastjóri.
Rekstur
Í dag rekur Bssl leiðbeiningarþjónustu fyrir bændur, búgreinafélög og búnaðarfélög á sambandssvæðinu hvort sem það sé að vinna sæðingaáætlanir fyrir kýr, vinna bændabókhald eða skattframtöl. Markmið þess eru að efla og bæta landbúnað á svæðinu, fylgja eftir landslögum sem fjalla um landbúnað og nýtingu auðlinda, taka út heybirgðir og aðstöðu við búfé (búfjáreftirlit) og margt fleira. Þá vinnur það náið með Bændasamtökum Íslands. Félagssvæðið nær fyrir Árnes-, Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslur. Þess að auki heyrir Austur-Skaftafellsýsla til starfssvæðisins. Um 10 ráðunautar starfa nú hjá Bssl.
Heimild
Tengill