Bíldudalsvogur er stuttur fjörður, sem gengur til vesturs inn úr Arnarfirði og er einn af Suðurfjörðum. Þorpið Bíldudalur liggur við Bíldudalsvog og er eina þéttbýlið í Arnarfirði. Fjörðurinn eru um einn og hálfur kílómeter á lengd og um 700 metrar á breidd.