Argon

  Neon  
Klór Argon
  Krypton  
Efnatákn Ar
Sætistala 18
Efnaflokkur Eðalgastegund
Eðlismassi (við 273 K) 1,784 kg/
Harka Óviðeigandi
Atómmassi 39,948 g/mól
Bræðslumark 83,8 K
Suðumark 87,3 K
Efnisástand
(við staðalaðstæður)
Gas
Lotukerfið

Argon er frumefni með efnatáknið Ar og sætistöluna 18 í lotukerfinu. Í andrúmsloftinu er um það bil 1% argon.

Almenn einkenni

Argon er 2,5 sinnum uppleysanlegra í vatni en nitur sem hefur um það bil sömu leysni og súrefni. Þetta mjög svo stöðuga efni er lit- og lyktarlaust bæði í vökva- og gasformi. Engin náttúruleg efnasambönd argons eru þekkt, sem er ein af ástæðum þess að það var áður kallað óvirkt gas. Vísindamenn við Háskólann í Helsinki lýstu myndun argonflúrsýru (HArF), sem er mjög óstöðugt efna samband vetnis, flúors og argons, árið 2000, en það hafa aðrir ekki staðfest.

Þótt engin efnasambönd argons hafi enn verið staðfest, getur argon myndað holefni í vatni þegar argonatóm festast í grind af vatnssameindum. Tölvuútreikningar hafa sýnt fram á að nokkur argonsambönd ættu að geta verið stöðug en sem stendur er engin leið þekkt til þess að búa þau til með efnasmíði.

Notkun

Argon er notað í lýsingu því að það hvarfast ekki við glóðarþræði í ljósaperum, jafnvel við mjög hátt hitastig, og einnig í öðrum tilvikum þar sem óhentugt er að nota tvíatóma nitur sem óvirkt gas. Geta má um önnur not, svo sem:

  Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!