Anne Rice (f. Howard Allen O'Brien 4. október 1941 – 12. desember 2021[1]) var höfundur hryllings– og ævintýrabókmennta sem snúast gjarnan um vampírur, múmíur og nornir. Hún var gift ljóðaskáldinu Stan Rice. Hún átti tvö börn, Christopher og Michelle Rice, en Michelle lést úr hvítblæði 1972. Christopher, sonur hennar, er þekktur fyrir að vera samkynhneigður skáldsagnahöfundur.