Múmía er varðveittur líkami eða hluti af líkama löngu dáins fólks eða dýra þar sem húð og líffæri hafa verið varðveitt með sérstökum efnum eða varðveist í miklum kulda, afar þurru lofti eða lofttæmi þannig að rotnun stöðvast ef múmía er varðveitt í köldu og þurru rými. Stundum er hugtakið múmía skilgreind þannig að eingöngu er átt við lík sem hafa verið meðhönduð með efnum í þeim tilgangi að varðveita líkamann. Stundum er múmía hefur einnig verið notað um lík fólks og dýra sem hafa þornað upp og varðveist vegna aðstæðna í náttúrunni.
Fjölmargar múmíur hafa fundist frá Egyptalandi hinu forna. Yfir ein milljón dýramúmía hafa fundist í Egyptalandi og þar á meðal kattamúmíur og múmíur af hinum heilaga Íbis fugli. Einnig hafa varðveist múmíur frá löndum þar sem loftslag er mjög þurrt. Elsta múmían sem fundist hefur er mannshöfuð sem talið er 6000 ára en það fannst árið 1936 í Suður-Ameríku.