Adobe Photoshop

Merki Adobe Photoshop CC

Adobe Photoshop er myndvinnsluforrit frá bandaríska fyrirtækinu Adobe. Forritið er hluti af Creative Suite pakkanum sem Adobe hefur gefið út síðan árið 2003. Photoshop í til í tveimur útgáfum: Adobe Photoshop og Adobe Photoshop Extended, sem er sniðað að þrívíddarmyndvinnslu, kvikmyndavinnslu og myndgreiningu. Adobe Photoshop Extended fylgir öllum útgáfum af Creative Suite nema Design Standard-útgáfunni, sem fylgir venjulega Photoshop.

Auk þess að gefa út Photoshop selur Adobe Photoshop Elements, sem er takmörkuð útgáfa ætluð fyrir heimilisnotkun, og Photoshop Lightroom, sem er ætlað ljósmyndurum og er í samkeppni við Aperture frá Apple. Árið 2008 gaf Adobe út Photoshop Express, sem er ókeypis vefforrit til að laga myndir á bloggsíðum og netsamfélögum. Útgáfa þessa forrits fyrir Android og iPhone var sett á markað árið 2011.

Photoshop virkar með tölvum sem keyra Mac OS X eða Windows.

Tenglar

  Þessi hugbúnaðargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!