Adobe Photoshop er myndvinnsluforrit frá bandaríska fyrirtækinu Adobe. Forritið er hluti af Creative Suite pakkanum sem Adobe hefur gefið út síðan árið 2003. Photoshop í til í tveimur útgáfum: Adobe Photoshop og Adobe Photoshop Extended, sem er sniðað að þrívíddarmyndvinnslu, kvikmyndavinnslu og myndgreiningu. Adobe Photoshop Extended fylgir öllum útgáfum af Creative Suite nema Design Standard-útgáfunni, sem fylgir venjulega Photoshop.