Þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skotlands 2014
Þann 18. september 2014 var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skotlands. Spurt var „á Skotland að vera sjálfstætt ríki?“ en mögulegu svörin voru „já“ eða „nei“. Nei-sinnar sigruðu með 2.001.926 (55,3%) atkvæði á móti 1.617.989 (44,7%) fyrir já-sinna. Þátttaka kjósenda var 84,6% sem er hæsta þátttökuhlutfall í öllum kosningum og þjóðaratkvæðagreiðslum á Bretlandi frá því að almennur kosningaréttur tók gildi.[1]
Lög um þjóðaratkvæðagreiðsluna voru sett af Skoska þinginu í nóvember 2013 eftir samkomulagi við Breska þingið. Einfaldur meirihluti var þarfur til þess að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar væri gild. Ríkisborgarar landa í Evrópusambandinu og Breska samveldinu sem náð höfðu 16 ára aldri eða eldri máttu kjósa í atkvæðagreiðslunni sem svarar til um 4,3 milljón einstaklinga. Þetta var í fyrsta skipti sem 16 og 17 ára máttu kjósa í Skotlandi.
Samtökin Yes Scotland stýrðu já-herferðinni en Better Together nei-herferðinni. Margir stjórnmálaflokkar, þrýstihópar, dagblöð, fyrirtæki og þekktir einstaklingar tóku þátt í herferðunum. Deilt var meðal annars um hvaða gjaldmiðill yrði notaður í sjálfstæðu Skotlandi, hvort landið hélti aðild sinni að Evrópusambandinu og hverjar tekjurnar frá olíuiðnaðinum væru miklar og hvernig þær skyldi nota.