Úrslitaleikur VISA-bikar karla 2008 var leikinn þann 4. október 2008 á Laugadalssvelli. KR-ingar kepptu á móti Fjölnismönnum. Þetta var í annað skipti á jafn mörgum árum sem Fjölnismenn komust í bikarúrslit og í annað skipti á þremur árum sem KR-ingar komust í bikarúrslit. KR-ingar unnu sinn 11. bikar eftir að Kristján Hauksson skoraði sjálfsmark undir lok venjulegs leiktíma.