Átta helstu iðnríki heims

G8 löndin

Átta helstu iðnríki heims eða G8 (Group of Eight) voru samtök átta af stærstu efnhagsveldum heims. Aðilar að samtökunum voru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Ítalía, Japan, Kanada, Rússland og Þýskaland. Samanlagt mynda þessi lönd 65% af hagkerfi heimsins. Þekktasta starfsemi G8 fólst í hinum árlega fundi leiðtoga ríkjanna en einnig voru haldnir margir minni fundir.

G8 var ekki formleg alþjóðastofnun með höfuðstöðvar eða eigið starfsfólk heldur skiptust aðildarríkin á að fara með forsæti í samtökunum eitt ár í senn og tóku þá jafnframt að sér að hýsa þá fundi sem haldnir voru á vegum þeirra, þar á meðal þriggja daga leiðtogafund um mitt árið. Á fundunum var fjallað um efnahagsmál, alþjóðastjórnmál, hernaðarmál, löggæslu, umhverfismál og hvað annað sem skipti máli í alþjóðlegu samhengi.

Upphaf G8-samstarfsins má rekja til þess að forseti Frakklands, Valéry Giscard d'Estaing bauð leiðtogum 6 stærstu iðnríkjanna til fundar í Frakklandi árið 1975 og lagði til að slíkir fundir yrðu haldnir árlega, sá félagsskapur var kallaður G6. 1976 varð G7 til með þátttöku Kanada. Eftir lok kalda stríðsins fór Rússland smátt og smátt að taka meiri þátt í starfi samtakanna og varð fullgildur meðlimur 1997. Rússlandi var vísað úr hópnum árið 2014 eftir innlimun Rússa á Krímskaga. Síðan þá hefur hópurinn verið þekktur sem Sjö helstu iðnríki heims eða G7.

Tenglar

„Hvað er G8-hópurinn, hvaða ríki eru í honum og hvert er hlutverk þessa hóps?“. Vísindavefurinn.

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!