Á tali hjá Hemma Gunn var skemmtiþáttur sem var á dagskrá Ríkissjónvarpsins um árabil. Þátturinn hóf göngu sína 28. október 1987 og var sendur út í beinni útsendingu á miðvikudagskvöldum allt til 19. apríl 1995. Umsjónarmaður þáttanna var Hermann Gunnarsson.[1][2]
Efnistók þáttanna voru af ýmsum toga og voru viðtöl við þekkt fólk, tónlistaratriði, falin myndavél og viðtöl við börn fastir liðir í þáttunum.
Þátturinn náði miklum vinsældum og hlaut mikið áhorf meðal allra aldurshópa. Í könnun á sjónvarpsáhorfi sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði í mars árið 1988 kom fram að 60% landsmanna á aldrinum 15-70 ára hofðu á þáttinn sem sýndur var þann tíma sem könnunin var gerð.[3]
Tilvísanir