Ólafur Ólafsson (fæddur 23. janúar1957) er íslenskurkaupsýslumaður og aðaleigandi skipaflutningafélagsins Samskipa.[1] Hann er jafnframt meðal þeirra sem hlotið hafa dóm í svonefndum hrunmálum, en hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu, bæði fyrir íslenskum dómstólum og Mannréttindadómstól Evrópu.[2]
Ólafur var ráðinn forstjóri Samskipa hf. árið 1990. Árið 2003 varð hann starfandi stjórnarformaður Samskipa. Hann kom við sögu í baráttunni um Ker hf. og var í forsvari fyrir Kjalar ehf. sem hafði betur gegn fjárfestingarfélaginu Gretti hf. í baráttunni um félagið.
Ólafur er stjórnarformaður Alfesca og einnig Kjalars invest sem var annar stærsti hluthafiKaupþings banka. Hann fór fyrir svonefndum S-hóp sem keypti meirihluta í Búnaðarbankanum við einkavæðingu hans 2002.[3]
Í upphafi árs 2007 stofnaði Ólafur, ásamt konu sinni Ingibjörgu Kristjánsdóttur landslagsarkitekt, velgerðarsjóð sem ætlað er að styrkja fátæk börn í Afríku til mennta. Hjónin lögðu fram einn milljarð króna sem stofnfé sjóðsins.
Sumarið 2007 hófust deilur milli Ólafs og nágranna hans í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi, þar sem Ólafur á sumarbústað. Kvörtuðu nágrannarnir undan hávaða frá þyrlu sem Ólafur notar til að ferðast milli Reykjavíkur og sumarbústaðar síns, en hann gaf lítið fyrir kvartanirnar.
Í maí 2009 var svo gerð húsleit í fyrirtækjum í eigu Ólafs og einnig í sumarbústað hans í sambandi við kaup Al Thani á hlut í Kaupþingi.[4]