Ólafur liljurós

The Fairy Wood eftir Henry Meynell Rheam frá 1903.

Ólafur liljurós er sagnadans eða danskvæði sem er til í ýmsum útgáfum víða um Norðurlönd. Kvæðið segir frá riddaranum Ólafi sem hittir álfkonu á ferð sinni. Álfkonan freistar hans með gjöfum en þegar hann vill ekki þýðast hana ýmist slær hún hann, stingur eða kastar á hann bölvun. Ólafur ríður heim og deyr skömmu síðar. Kvæðið kemur fyrir í handritum frá 16. og 17. öld. Á dönsku er það þekktast undir nafninu „Elveskud“, á norsku heitir það „Olav Liljekrans“, á færeysku „Ólavur Riddararós“ og á sænsku „Herr Olof och älvorna“. Hliðstæð kvæði þar sem riddarans er freistað af hafmeyju eru ýmsar útgáfur af „Clerk Colvill“ í Bretlandi og „Ritter Peter von Stauffenberg und die Meerfeye“ í Þýskalandi.

Elsta danska útgáfan er í kvæðahandritinu Karen Brahes folio frá 1583. Á Íslandi kemur kvæðið fyrir í Kvæðabók séra Gissurar Sveinssonar frá 1665. Á sænsku kemur kvæðið fyrir í kvæðasafni sem Erich Sparrman skrifaði upp eftir Ingierd Gunnarsdotter árið 1678.

Útfærslur

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!