Elisabeth Louise Vigée Le Brun (líka skrifað Vigée-Lebrun; franska: [elizabɛt lwiz viʒe ləbʁœ̃]; 16. apríl1755 - 30. mars1842),[1] einnig þekkt sem Madame Le Brun, var frægur franskur portrettmálari seint á 18. öld.
Listrænn stíll hennar er almennt flokkaður sem arfleifð frá rókókóstíl með áhrifum frá nýklassískum stíl.[2] Hægt er að flokka myndefni hennar og litanotkun sem rókókó, en stíll hennar tengist uppgangi nýklassismans. Vigée Le Brun skapaði sér nafn innan konungsveldisins sem portrettmálari Maríu Antonettu. Hún naut fulltingis evrópskra aðalsmanna, leikara og rithöfunda og var félagi í listaakademíum tíu borga.[3]
Vigée Le Brun málaði um 660 portrettmyndir og 200 landslagsmyndir.[4] Auk margra verka í einkasöfnum eru málverk eftir hana í eigu stórra safna, svo sem Louvre, Hermitage-safnsins, National Gallery í London, Metropolitan Museum of Art í New York og margra annarra safna á meginlandi Evrópu og í Bandaríkjunum.
Tilvísanir
↑Baillio, Joseph; Salmon, Xavier, ritstjórar (2015). Élisabeth Louise Vigée Le Brun. Paris: Éditions de la Réunion des musées nationaux—Grand Palais.
↑Kleiner, Fred S., ritstjóri (2015). Gardner's Art through the Ages: The Western Perspective. 2. árgangur (15th. útgáfa). Boston: Cengage Learning. bls. 656. ISBN9781305645059.