Ásgeir Helgason

Ásgeir Rúnar Helgason (fæddur 1957) er íslenskur vísindamaður sem hefur rannsakað tilfinningalega einangrun og leiðir til að hjálpa fólki að hætta að reykja.

Ásgeir er starfandi yfirsálfræðingur við miðstöð í faraldsfræði og samfélagslækningum í Stokkhólmi. Ásgeir hefur verið dósent í sálfræði við Karolinska háskólann í Stokkhólmi frá 2002 og frá 2006 einnig við Háskólann í Reykjavík.

Ásgeir lauk doktorsprófi frá Karolinska háskólanum í Stokkhólmi 1997. Hann lauk klínískri gráðu í hugrænni atferlismeðferð 2005 við sama skóla og lauk námi í kennsluréttindum á sviði áhugavekjandi samtala sama ár. Faðir hans er Helgi Þröstur Valdimarsson.

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!