Viking 2 var skotið á loft þann 9. september1975 og fór á sporbaug um Mars þann 7. ágúst 1976. Þann 3. september 1976 lenti lendingarfar Viking 2 á Mars.[2] Lendingin var því önnur heppnaða marslendingin en þá fyrstu átti lendingarfar Viking 1.[1]
Slökkt var á brautarfari Viking 2 þann 25. júlí 1978 en lendingarfarið hélt samskiptum áfram fram að 11. apríl 1980.