Viking 2

Mynd send frá lendingarfari Viking 2.

Viking 2 var annað tveggja geimfara sem sent var til Mars sem hluti af Viking-geimferðaáætluninni í umsjá NASA. Farið var samansett af lendingarfari og brautarfari.[1] Markmið Viking-verkefnisins voru að taka myndir af Mars í hárri upplausn, leita að ummerkjum lífs og greina lofthjúp og yfirborð plánetunnar.[2] Farið starfaði í þrjú ár.[3]

Viking 2 var skotið á loft þann 9. september 1975 og fór á sporbaug um Mars þann 7. ágúst 1976. Þann 3. september 1976 lenti lendingarfar Viking 2 á Mars.[2] Lendingin var því önnur heppnaða marslendingin en þá fyrstu átti lendingarfar Viking 1.[1]

Slökkt var á brautarfari Viking 2 þann 25. júlí 1978 en lendingarfarið hélt samskiptum áfram fram að 11. apríl 1980.

Neðanmálsgreinar

  1. 1,0 1,1 Könnun Mars Geymt 18 september 2010 í Wayback Machine Stjörnufræðivefurinn
  2. 2,0 2,1 Viking Mission to Mars NASA (enska)
  3. Mars, kafli 14.1. Fyrri leiðangrar Geymt 22 júlí 2011 í Wayback Machine Sævar Helgi Bragason (2010). Sótt 26. maí, 2011.
  Þessi stjörnufræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!