Vera Sóley Illugadóttir (f. 13. september 1989) er íslensk útvarpskona og rithöfundur. Hún vinnur sem dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu og hefur frá árinu 2016 verið framleiðandi og þulur útvarps- og hlaðvarpsþáttarins Í ljósi sögunnar á Rás 1.
Vera gaf árið 2012 út Svörtu bókina ásamt Helga Hrafni Guðmundssyni. Í bókinni birtist safn lagfærðra greina úr tímaritinu Skakka turninum og veftímaritinu Lemúrnum, sem Vera hafði áður tekið þátt í að semja.[2] Árið 2018 gaf Vera út bókina Þjóðhöfðingja Íslands, þar sem hún sagði stuttlega frá öllum þjóðhöfðingjum Íslands allt frá Hákoni gamla til Guðna Th. Jóhannessonar.
Árið 2014 gerði hún útvarpsþáttinnLeðurblakan þar sem fjallað var um dularfull og óupplýst mál. Veturinn 2019-2020 voru þættirnir endurfluttir sem hlaðvarp á Rúv Núll.
Árið 2016 gerði hún útvarp og hlaðvarpiðÍ ljósi sögunnar sem hefur verið á dagskrá á Rás 1 síðan með sumarleyfum. Í þættinum er fjallað um ýmis sagnfræðileg málefni, gjarnan með skírskotun í málefni líðandi stundar.