Verðleikaræði

Listi yfir tegundir stjórnarfars

Verðleikaræði er stjórnkerfi sem leggur áherslu á að útdeila valdi og ábyrgð til einstaklinga eftir verðleikum fremur en auðlegð, vinsældum eða félagslegri stöðu þeirra. Hugtakið var fyrst opinberlega notað í niðrandi merkingu í bókinni Rise of Meritocracy eftir Michael Young árið 1958, bókin lýsir fjarlægri framtíð þar sem félagslegar skyldur og hlutverk einstaklinga ráðast af greind þeirra, hæfni, getu og viðleitni. Í bókinni leiðir þetta kerfi að lokum til byltingar með því að lýðurinn steypir valdhöfum af stóli, þar sem þeir hafa orðið hrokafullir og fráhverfir tilfinningum almennings.

Þrátt fyrir neikvæða notkun orðsins í upphafi aðhyllast margir verðleikaræði á grundvelli þess að það sé bæði réttlátara og afkastameira en önnur kerfi, jafnframt því að það myndi að lokum binda enda á mismunun á grundvelli kynþáttar eða efnahags.

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!