Uppreisn Monmouths

James Scott, hertogi af Monmouth.

Uppreisn Monmouths eða Vesturlandsuppreisnin var misheppnuð tilraun til að velta Jakobi 2. Englandskonungi úr sessi eftir lát bróður hans, Karls 2. 1685, og koma óskilgetnum syni Karls, James Scott, 1. hertoga af Monmouth, til valda. Jakob var kaþólikki og mótmælendur voru honum andsnúnir. Uppreisnin kom í kjölfar Rúghússsamsærisins 1683 og Uppreisnar Argylls í maí sama ár.

Monmouth hafði getið sér gott orð sem herforingi í Þriðja stríði Englands og Hollands og Stríði Frakklands og Hollands. Eftir sigur gegn skoskum sáttmálamönnum í orrustunni við Bothwell Bridge árið 1679 var fyrst farið að tala um hann sem mögulegan eftirmann Karls föður síns. Karl neitaði þó staðfastlega að hann hefði gengið í hjónaband með móður Monmouths, Lucy Walter. Sama ár hélt Monmouth til Hollands í sjálfskipaða útlegð.

Karl 2. lést í febrúar 1685. Í júní sama ár lenti Monmouth þremur skipum í Lyme Regis í Dorset og lýsti sig konung. Jakob lét gefa út handtökutilskipun. Þann 6. júlí mættust herir Monmouths og Jakobs í orrustunni við Sedgemoor þar sem her konungs vann afgerandi sigur á illa búnum og óþjálfuðum her Monmouths. Monmouth var handtekinn 8. júlí í nágrenni Ringwood í Hampshire. Hann var hálshöggvinn af Jack Ketch á Tower Hill þann 15. júlí. Aftakan fór illa og það tók böðulinn minnst fimm högg að aflífa Monmouth.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!