Karl 2. lést í febrúar 1685. Í júní sama ár lenti Monmouth þremur skipum í Lyme Regis í Dorset og lýsti sig konung. Jakob lét gefa út handtökutilskipun. Þann 6. júlí mættust herir Monmouths og Jakobs í orrustunni við Sedgemoor þar sem her konungs vann afgerandi sigur á illa búnum og óþjálfuðum her Monmouths. Monmouth var handtekinn 8. júlí í nágrenni Ringwood í Hampshire. Hann var hálshöggvinn af Jack Ketch á Tower Hill þann 15. júlí. Aftakan fór illa og það tók böðulinn minnst fimm högg að aflífa Monmouth.