Tyrkjasoldán

Súleiman mikli ríkti lengst allra Tyrkjasoldána, eða í 46 ár

Tyrkjasoldán var soldán Tyrkjaveldisins af Ósmansætt frá stofnun ríkisins árið 1299 til upplausnar þess árið 1922. Þegar Tyrkjaveldi var á hátindi sínum ríkti soldáninn yfir ríki sem náði frá Ungverjalandi í norðri að Sómalíu í suðri, og frá Alsír í vestri að Íran í austri. Fyrsta höfuðborg ríkisins var Bursa en hún var síðan flutt til Edirne og að síðustu til Konstantínópel eftir að Mehmet 2. lagði borgina undir sig 1453.

Lítið er vitað um fyrstu soldánana en menn eru almennt sammála um að það hefjist árið 1299 þegar Soldánsdæmið Róm klofnaði vegna innri átaka og Ósman bei af Kayı-ættbálki Ógústyrkja tók sér titilinn kan („leiðtogi“). Eftir fall Konstantínópel notuðust sumir soldánar við titla eins og Rómarkeisari (قیصر Qayser), Rómarsoldán og kalífi með öðrum titlum.

Listi yfir Tyrkjasoldána

Fyrir stofnun Tyrkjaveldis

Tyrkjasoldánar

Ættarhöfuð

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!