Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu.
Thor Heyerdahl (f. 6. október1914, d. 18. apríl2002) var norskur ævintýramaður, mannfræðingur og rithöfundur. Hann er sennilega þekktastur fyrir að hafa siglt á flekanum Kon-Tiki yfir Kyrrahafið frá Perú til eyjanna í Suður-Kyrrahafi. Heyerdahl trúði því að fólk hafi getað ferðast mun lengri sjóleiðir til forna en talið er og að vöruskipti á milli landa hafi jafnvel verið möguleg. Með ferð sinni á Kon-Tiki tókst honum að sýna fram á að það hafi verið mögulegt, tæknilega séð, löngu fyrr en viðteknar kenningar vilja ætla.
Ævi og störf
Heyerdahl var fæddur í Larvik, litlu sjávarþorpi í Noregi 6. október 1914. Frá ungaaldri hafði hann mikinn áhuga á náttúru og dýrafræði og setti jafnframt upp lítið dýrasafn á æskuheimili sínu. Hann fór síðar í Háskólann í Osló þar sem hann sérhæfði sig í dýrafræði og landafræði.
Heyerdahl hafði mikinn áhuga á eyjunum í Suður Kyrrahafi og stundaði sjálfsnám í pólónesískri menningu og sögu á meðan hann var enn í háskóla. Hann hætti síðan í skólanum árið 1936 og fór í sinn fyrsta leiðangur til Pólónesja þar sem hann rannsakaði náttúruna og dýraríkið á eyjum. Heyerdahl eyddi mestu af þessu ári á eyjunni Fatu Hiva þar sem hann bjó meðal heimamanna ásamt konu sinni. Rannsóknir hans á dýra- og náttúruríkinu meðal sögusagna frá heimamönnum þess efnis að fyrstu íbúar eyjanna hefðu komið frá austri, Suður-Ameríku, en ekki vestri, Suðaustur-Asíu og Indlandi, eins og viðteknar kenningar héldu fram kveiktu síðan áhuga hans til frekari rannsókna. Með því að skoða hafstaumar Kyrrahafsins komst Heyerdahl að því að það hefði verið mögulegt að sigla yfir Kyrrahafið mun fyrr en viðteknar kenningar telja og sannfærðist hann um að fyrstu íbúar eyjanna hefðu getað komið frá Suður Ameríku. Hann gældi jafnvel við þá hugmynd að verslun hafi getað verið möguleg löngu fyrr en talið var og að fyrstu íbúar eyjanna hafi getað haft verslun við bæði Suður- og Norður-Ameríku.
Kenningar Heyerdahl
Heyerdahl lagði fram kenningar um uppruna fólks á Pólónesísku eyjunum á árunum sem hann dvaldi á eyjunni Fatu Hiva. Heyerdahl hélt því fram að fornmenn í Suður-Ameríku hefðu í raun verið færir um að ferðast mun lengra sjóleiðina en áður hafði verið talið og að uppruni íbúa eyjanna í Suður-Kyrrahafi hafi í raun komið frá Suður-Ameríku en ekki frá meginlandi Asíu eins og af flestum er talið.
Við komuna til Pólýnesía voru hinn ungi nemandi Heyerdahl og brúður hans Liv, samþykkt af æðsta ráðamanni Polýnesíu að nafn Teriieroo, árið 1937. Eftir að hafa kynnt sér siði, menningu og lifnaðarhætti í Pólýnesíu, settist Heyerdahl og Liv að í eitt ár, á einangruðu eyjunni Fatu Hiva. Þar lagðu Heyerdahl stund á rannsóknir í dýrafræðum ásamt því að lifa samkvæmt hefðbundnum lifnaðarháttum innbúa.
Á þessum tíma tók hann að hugleiða núverandi kenningar um hvernig Suður Kyrrahafsíbúar höfðu náð eyjunum. Við sífellda baráttu við austanstæða vinda og strauma, þegar hann og innfæddir héldu á sjóinn að veiða, missti hann trú á kenningum kennslubóka um að þessar eyjar hafi fundist af frumbyggjum frá meginlandi Asíu og að uppruni þeirra væri því þaðan komin. Í stað þess varð Heyerdahl sannfærður um að landnámsmenn hefðu komið með hafstraumum úr vestri rétt eins og gróður og dýralíf hafði gert.
Heyerdahl yfirgaf því rannsóknir sínar á dýralífi eyjanna og hóf mikla rannsókn til að prófa kenningar sínar um upprunanlegan kynstofn og menningu pólinesýsku þjóðarinnar. Hann lagði til að flutningur til Pólýnesía hafði fylgt náttúrulegum, Norður Kyrrahafs straumum, og leita ætti því að uppruna innbúa Pólýnesíu, að ströndum Bresku Kólumbíu og Perú.
Á meðan Heyerdahl starfaði við Þjóðminjasafn Bresku Kólómbíu gaf hann fyrst út rit um kenningar sínar. Í því riti leggur Heyerdahl til að forfeður innfæddra íbúa Pólýnesíu hefðu sest þar að í tveimur bylgjum. Sú fyrri hefði náð að Pólýnesíu en sú seinni að Páskaeyjum og að ferðamáti þeirra hafi verið svokallaðir Balsa flekar. Öldum síðar hafi svo annað þjóðerni náð Hawaii í stórum, tvöfaldum-kanúum frá Bresku Kólómbíu. Niðurstöður rannsókna Heyerdahl voru síðar birtar í 800 blaðsíðna bindi hans, "American Indians í Kyrrahafi"
Kon-Tiki
Eftir að seinni heimsstyrjöldinni lauk hélt Heyerdahl áfram rannsóknum sínum. Hann mætti þó gríðarlegri andstöðu á meðal samtíma fræðimanna sem héldu sig við þær kenningar að fólksflutningar og landnemar hafi komið frá meginlandi Asíu, þó aðallega frá Indlandi og Suðaustur Asíu. Til að rökstyðja kenningar sínar ákvað Heyerdahl að byggja eftirlíkingu af upprunalegum Balsa fleka sem hann nefndi "Kon-Tiki".
Kon-Tiki var byggður í Perú og Heyerdahl, ásamt fimm manna áhöfn sinni, náði að sigla honum yfir Kyrrahafið frá Perú til Raroia í Pólónesja. Þeir sigldu á sker við Raroia en þá höfðu þeir þegar ferðast 8000 km á 101 degi og sönnuðu með því að ferð yfir Kyrrahafið hefði verið möguleg á tímum landnema Kyrrahafseyjanna.
Þrátt fyrir efasemdir reyndist Kon-Tiki flekinn vel og hafði Heyerdahl því sannað að tæknilega séð hefðu frummenn frá Perú getað ferðast langar veglengdir á þennan máta.
Frekari rannsóknir
Eftir að hafa sannað að ferðin yfir Kyrrahafið frá Suður-Ameríku til Kyrrahafseyjanna hafi verið tæknilega mögulega á tímum landnemanna hélt Heyerdahl áfram að reyna að finna sannanir um raunverulegt samband þarna á milli. Hann rannsakaði tungumál, list og menningu bæði í Suður-Ameríku og á eyjunum í Suður-Kyrrahafi í þeirri von að finna einhverjar sannanir. Hann fann aldrei neinar sannanir sem að voru nógu sterkar til að breyta viðteknum skoðunum og kenningar hans voru aldrei samþykktar. Ný sönnunargögn eins og DNA styrktu einnig viðteknu kenninguna að landnemarnir hefðu komið frá vestri, Suðaustur-Asíu og Indlandi.
Heyerdahl var tilbúinn að fallast á það að kenningar hans um að landnemar Kyrrahafseyjanna hefðu komið frá Suður-Ameríku væru rangar en hann stóð fast við þá kenningu að langar sjóferðir og verslun milli meginlanda hafi verið möguleg löngu fyrr en viðteknar kenningar telja.
Til að sanna mál sitt frekar byggði hann bátinn Ra II sem var svipaður bátur og Egyptar til forna voru taldir hafa notað. Á honum tókst Heyerdahl að sigla frá Afríku til Barbados árið 1970 með því að ferðast með Kanarístraumnum og sannaði þannig að samskipti og verslun hefðu getað verið möguleg milli Afríku og Ameríku á tímum forn Egypta.
Hann gerði einnig bátinn Tigris og ætlaði með honum að sanna möguleg samskipti til forna milli Mesópótamíu, Egyptalands og Indus-dalsins en áhöfnin brenndi Tigris í Rauðahafinu í mótmælaskyni við stríðin sem að geisuðu allt í kring um Rauðahafið á þeim tíma.
Þrátt fyrir að flest af verkum og kenningum Heyerdahls séu enn ósamþykkt í heimi vísindanna náði hann að auka áhuga almennings á þessu efni með ævintýralegum siglingum sínum. Honum tókst að sýna fram á að samskipti milli meginlanda hafi verið tæknilega möguleg til forna og verslun þeirra á milli því getað verið möguleg mun fyrr en viðteknar kenningar telja.
Með þessum ævintýralegu könnunum sínum náði Heyerdahl að opna augu fólks fyrir þeirri staðreynd að það sem það telur vera rétt og það sem það trúir um fortíðina þarf ekki alltaf að vera rétt, vísindalegar kenningar sem byggt er á geta mögulega verið rangar.