Thomas Newcomen

Hreyfimynd sem útskýrir hvernig gufuvél Newcomens virkar.
  Gufa
  Vatn
  Opinn ventill
  Lokaður ventill

Thomas Newcomen var enskur uppfinningamaður þekktur fyrir uppfinningu sína, Newcomen-gufuvélina. Gufuvélar voru upphaflega smíðaðar til þess að dæla vatni úr námum þegar iðnbyltingin átti sér stað. Er þeirra frægust gufuvél James Watt, en hún var endurbót á vél Thomas Newcomen. Fólst endurbótin í að láta kælingu gufunnar, sem olli þeim undirþrýstingi sem knúði vélina, eiga sér stað í sér hólfi, sem ekki þyrfti að hita aftur áður en það var aftur fyllt gufu. Voru þessar vélar iðulega settar í mynni kolanáma, og gengu þær þar fyrir afgangskolum. Að auki smíðaði James Watt tveggja strokka gufuvél, sem gat valdið snúningshreyfingu. Greiddi það nýtingu hennar leið á fleiri sviðum, til dæmis í verksmiðjum.

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!