Thomas Coville (f. 10. maí 1968) er franskur siglingamaður sem er þekktur fyrir þátttöku í úthafssiglingakeppnum á borð við Route du Rhum, Vendée Globe og Volvo Ocean Race. Hann á núverandi met í siglingu einsamall umhverfis hnöttinn á seglskútu. Metið setti hann 25. desember 2016 á þríbytnunni Sodebo Ultim þegar hann kom í Ermarsund eftir 49 daga, 3 tíma, 7 mínútur og 38 sekúndur.