The West Wing (3. þáttaröð)

Þriðja þáttaröðin af The West Wing var frumsýnd 3. okótber 2001 og sýndir voru 21 þættir.

Auka þættir

Gerðir voru tveir sérstakir auka þættir sem ekki tengjast söguþráði þáttaraðarinnar. Þátturinn Isaac and Ishmael var gerður stuttu eftir að hryðjuverkaárásirnar 11. september og seinni þátturinn, sem hét Documentary Special, var sérstakur heimildarþáttur þar sem talað er við raunverulega fyrrverandi starfsmenn Hvíta hússins.

Aðalleikarar

Aukaleikarar

Gestaleikarar

Þættir

Titill Höfundur Leikstjóri Sýnt í U.S.A. Þáttur nr.
Isaac and Ishmael Aaron Sorkin Christopher Misiano 03.10.2001 0 - 0
Sérstakur minningarþáttur vegna árásanna 11. september 2001.
Manchester Part I Aaron Sorkin Thomas Schlamme 10.10.2001 1 - 45
Forsetinn tilkynnir að hann ætli sér að sækjast eftir endur-kosningu. Á sama tíma versnar ástandið á Haíti.
Manchester Part II Aaron Sorkin Thomas Schlamme 17.10.2001 2 - 46
Starfsmennirnir rekast á við pólitíska ráðgjafann Bruno og aðstoðarmenn hans.
Ways and Means Aaron Sorkin (sjónvarpshandrit)
Eli Attie og Gene Sperling (saga)
Alex Graves 24.10.2001 3 - 47
Sérstaki saksóknarinn í máli forsetans sendir út fyrstu stefnur sínar til æðstu starfsmanna Hvíta hússins og fjölskyldu forsetans. Á sama tíma reynir C.J. að gera rannsóknina blóðugri með því að vinna með fréttamönnunum og sérstaka saksóknaranum.
On the Day Before Aaron Sorkin (sjónvarpshandrit)
Paul Redford og Nanda Chitre (saga)
Christopher Misiano 31.10.2001 4 - 48
Forsetinn beitir neitunarvaldi sínu í fyrsta skipti. Alþjóðlegt hættuástand lúmir yfir eftir að palentískir hryðjuverkamenn drepa tvo ameríska unglingspilta í Ísrael. Á meðan er Charlie boðin friðhelgi í MS málinu.
War Crimes Aaron Sorkin (sjónvarpshandrit)
Allison Abner (saga)
Alex Graves 07.11.2001 5 – 49
Forsetinn biður varaforsetann að tala á samkomu andstæðinga byssa í Texas eftir skotárás í kirkju. Á meðan þarf Donna að mæta í vitnaleiðslur vegna rannsóknar þingsins á máli forsetans og lýgur eftir að hún er spurð persónulegrar spurningar. Toby reynir að finna leka sem getur haft niðurlægjandi áhrif á forsetann.
Gone Quiet Aaron Sorkin (sjónvarpshandrit)
Julia Dahl og Laura Glasser (saga)
Jot Hutman 14.11.2001 6 - 50
Þegar ekkert heyrist í njósnakafbáti sem staðsettur er við Norður-Kóreu þá verður forsetinn að ákveða hvort setja eigi af stað björgunaraðgerðir.
The Indians in the Lobby Allison Abner, Kevin Falls og Aaron Sorkin (sjónvarpshandrit)
Allison Abner (saga)
Paris Barclay 21.11.2001 7 – 51
Daginn fyrir þakkargjörðardaginn þá veltir forsetinn fyrir sér hvernig best er að elda kalkúninn. Á sama tíma reynir C.J. að vinna úr málum indíána sem hafa komið sér fyrir í anddyrinu.
The Women of Qumar Aaron Sorkin (sjónvarpshandrit)
Felicia Wilson, Laura Glasser og Julia Dahl (saga)
Alex Graves 28.11.2001 8 - 52
C.J. deilir við samstarfsmenn sína um hvort láta eigi vita um tilvik kúariðu og um samning um leigu herstöðvar í Qumar.
Bartlet for America Aaron Sorkin Thomas Schlamme 12.12.2001 9 - 53
Leo situr fyrir svörum hjá rannsóknarnefnd þingsins um mál forsetans. Á saman tíma reynir forsetinn að koma í veg fyrir að kirkjur blökkumanna í Suðuríkjunum verða fyrir eldsprengjum.
H.Con-172 Aaron Sorkin (sjónvarpshandrit)
Eli Attie (saga)
Vincent Misiano 09.01.2002 10 - 54
Leo hafnar tilboði rannsóknarnefndarinnar um opinberleg ámæli gagnvart forsetanum sem myndi stoppa rannsóknina.
100,000 Airplanes Aaron Sorkin David Nutter 16.01.2002 11 - 55
Starfsmennirnir vinna hörðum höndum að stefnaræðu forsetans og eftir kvöldverð með vinafólki sínu þá vill hann bæta við nýju efni.
The Two Bartlets Kevin Falls og Aaron Sorkin (sjónvarpshandrit)
Gene Sperling (saga)
Alex Graves 30.01.2002 12 - 56
Forsetinn og starfsmenn reyna að finna leið til að vinna gegn árásum frá frambjóðanda repúblikana. Forsetinn og Toby rekast á vegna andlegrar heilsu forsetans og samband hans við föður sinn.
Night Five Aaron Sorkin Christopher Misiano 06.02.2002 13 - 57
Bartlet talar við geðlækninn Dr. Stanley Keyworth eftir að hafa átt erfitt með svefn. Á sama tíma reynir C.J. að bjarga blaðamanni sem tekinn er sem gísl í Kongó.
Hartsfield´s Landing Aaron Sorkin Vincent Misiano 27.02.2002 14 – 58
Forsetinn spilar skák við Sam og Toby á meðan hann reynir að vinna úr átökunum milli Kínverja og Taívana.
Dead Irish Writers Aaron Sorkin (sjónvarpshandrit)
Paul Redford (saga)
Alex Graves 06.03.2002 15 - 59
Abbey íhugar afleiðingarnar að missa læknaleyfið á sama tíma og hún heldur upp á afmælið sitt.
The U.S. Poet Laureate Aaron Sorkin (sjónvarpshandrit)
Laura Glasser (saga)
Christopher Misiano 27.03.2002 16 - 60
Forsetinn segir ómerkileg ummæli um forsetaefni repúblikana í sjónvarpsviðtali, sem hann vissi ekki að verið væri að taka upp.
Stirred Aaron Sorkin og Eli Attie (sjónvarpshandrit)
Dee Dee Myers (saga)
Jeremy Kagan 03.04.2002 17 - 61
Starfsmennirnir velta fyrir sér hvort þeir eigi að losa sig við varaforsetann John Hoynes sem varaforsetaefni forsetans fyrir væntanlegar kosningar.
Documentary Special William Couturie, Eli Attie og Felicia Wilson William Couturie 24.04.2002 0 - 0
Framleiðendur þáttarins bjóða upp á heimildarmynd þar sem talað er við raunverulega fyrrverandi starfsmenn Hvíta hússins.
Enemies Foreign and Domestic Paul Redford og Aaron Sorkin Alex Graves 01.05.2002 18 - 62
Sam vinnur með fullrúum forseta Rússlands fyrir væntanlegan forseta fund. Á sama tíma gagnrýnir C.J. harðlega dauða skólastúlkna í Sádi-Arabíu sem endar á því að hún fær morðhótun.
The Black Vera Wang Aaron Sorkin Christopher Misiano 08.05.2002 19 - 63
Á meðan C.J. reynir að venjast því að hafa lífvörð sér við hlið, þá reynir forsetinn að koma í veg fyrir hryðjuverkaárás.
We Killed Yamamoto Aaron Sorkin Thomas Schlamme 15.05.2002 20 - 64
Forsetinn veltir fyrir sér hvort hann eigi að rjúfa friðhelgi varnarmálaráðherra Qumar en vitað er að hann hefur verið að skipuleggja hryðjuverkaárásir.


Posse Comitatus Aaron Sorkin Alex Graves 22.05.2002 21 - 65
Forsetinn veltir fyrir sér hvort hann eigi að fyrirskipa launmorð á varnarmálaráðherra Qumar. Samband C.J. og lífvarðar hennar endar í harmleik.

Tilvísanir

Heimild

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!