Tónleikar eða konsert (úr ítölskuconcerto, „í samræmi við“ eða „í andstöðu við“, upphaflega haft um einleikara sem lék með hljómsveit) eru lifandi tónlistarflutningur fyrir áheyrendur. Tónlistin getur verið flutt af einum tónlistarmanni eða hljómsveit eða kór. Tónleikar eru haldnir við alls kyns aðstæður, allt frá því að vera tækifærisviðburðir í heimahúsum eða á götum úti að því að vera vandlega undirbúnir og auglýstir viðburðir sem fram fara í sérstökum tónleikasölum eða íþróttavöllum fyrir tugþúsundir áhorfenda. Oftast fer flutningurinn fram á einhvers konar sviði.