Stepanakert (armenska: Ստեփանակերտ; kölluð Kankendi (Xankəndi) í Aserbaísjan) er borg í héraðinu Nagornó-Karabak í Aserbaísjan. Borgin var frá 1991 til 2024 höfuðborg Artsak-lýðveldisins, sem var armenskt klofningsríki sem réði sér sjálft þótt alþjóðasamfélagið liti á það sem hluta af Aserbaísjan.[1]
Þann 29. september 2023 náðu asersk stjórnvöld stjórn á borginni. Nánast allir armenskir íbúar hennar flúðu í kjölfarið til Armeníu.[2]
Tilvísanir