Steingervingur

Þrír ammonítar, 1,5 sm breiðir.

Steingervingar eru leifar dýra, jurta eða annarra lífvera frá fortíð. Þeir verða til þegar lífrænar leifar falla í mjúkan leir, gjarnan í vatni, sem síðar verður að setbergi. Steingervingafræði er rannsókn steingervinga og myndun þeirra. Steingervingar myndast yfirleitt ekki á skemmri tíma en 10.000 árum og því eru yngstu steingervingarnir frá nútíma. Þeir elstu eru hins vegar alveg frá upphafsöld (fyrir milljörðum ára síðan). Mörg lífsform hafa fundist sem steingervingar, plöntur, dýr og jafnvel örverur.

Steingervingar á Íslandi og fundarstaðir þeirra

Elstu steingervingar sem hafa fundist á Íslandi eru frá míósen, um 15 milljón ára. Það eru plöntuleifar og eru fundarstaðir m.a. yst á Vestfjarðakjálkanum, í Þórishlíðarfjalli í Selárdal, Svalvogum við Dýrafjörð, Botni í Súgandafirði og Breiðhillu utan við Bolungarvík. Í Mókollsdal í Strandasýslu hafa auk plöntuleifa fundist steingerðar leifar skordýra sem talin eru 8–9 milljón ára gömul. Í jarðlögum á Tjörnesi má sjá mót tertíer og kvarter í jarðlagastafla og þar er mikið um steingervinga sjávardýra, aðallega skeljar og kuðunga, en einnig selabein. Þessi jarðlög settust til á sjávarbotni, hörðnuðu síðan og risu úr sæ. Fossvogslögin eru jarðlög frá síðjökultíma sem hafa harðnað vegna þess að þau eru rík af gjósku.

Heimild

  • Náttúrufræðistofnun Íslands, steingervingar Geymt 15 febrúar 2012 í Wayback Machine
  • „Hver var fyrsta plantan á Íslandi?“. Vísindavefurinn.
  • „Steingervingar í íslenskum jarðlögum“; grein í Tímanum 1975
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!