Stefán Máni Sigþórsson (f. 3. júní 1970) er íslenskur rithöfundur. Hann hefur gefið út skáldsögur frá árinu 1996. Sögurnar eru á jaðri raunsæis, oft sagðar út frá sjónarhorni verkamanns og fjalla um skuggahliðar mannlegrar tilveru. Fyrsta skáldsaga hans, Dyrnar á Svörtufjöllum, kom út árið 1996 á eigin kostnað höfundar og vakti þó nokkra athygli. Glæpasagan Svartur á leik var tilnefnd til Glerlykilsins árið 2005. Árið 2012 var frumsýnd kvikmyndin Svartur á leik sem er byggð á samnefndri bók í leikstjórn[1] Óskars Þórs Axelssonar. Stefán Máni hefur í þrígang hlotið íslensku glæpasagnaverðlaunin Blóðdropann, árið 2007 fyrir Skipið[2], 2013 fyrir Húsið[3] og 2014 fyrir Grimmd.[4] Bækurnar hafa einnig verið valdar sem framlag Íslands til norrænu glæpasagnaverðlaunanna Glerlykilsins.
Verk
Ár
|
Titill
|
Útgefandi
|
Flokkur
|
Athugasemmdir og viðurkenningar
|
1996
|
Dyrnar á Svörtufjöllum
|
Höfundur
|
Skáldsögur
|
|
1999
|
Myrkravél
|
Mál og menning
|
Skáldsögur
|
|
2001
|
Hótel Kalifornía
|
Forlagið
|
Skáldsögur
|
|
2002
|
Ísrael: saga af manni
|
Mál og menning
|
Skáldsögur
|
|
2004
|
Svartur á leik
|
Mál og menning
|
Skáldsögur
|
Tilnefnd til Glerlykilsins 2005
|
2005
|
Túristi
|
Mál og menning
|
Skáldsögur
|
|
2006
|
Skipið
|
JPV-útgáfa
|
Skáldsögur
|
Hlaut Blóðdropann 2007
|
2008
|
Ódáðahraun
|
JPV-útgáfa
|
Skáldsögur
|
Tilnefnd til Blóðdropans 2009
|
2009
|
Hyldýpi
|
Mál og menning
|
Skáldsögur
|
Tilnefnd til Blóðdropans 2010
|
2011
|
Feigð
|
JPV-útgáfa
|
Skáldsögur
|
Tilnefnd til Blóðdropans 2012
|
2012
|
Húsið
|
JPV-útgáfa
|
Skáldsögur
|
Hlaut Blóðdropann 2013
|
2013
|
Úlfshjarta
|
Mál og menning
|
Unglingabækur
|
|
2013
|
Grimmd
|
JPV-útgáfa
|
Skáldsögur
|
Hlaut Blóðdropann 2014
|
2014
|
Litlu dauðarnir
|
Sögur
|
Skáldsögur
|
|
2015
|
Nóttin Langa
|
Sögur
|
Unglingabækur
|
|
2015
|
Nautið
|
Sögur
|
Skáldsögur
|
Tilnefnd til Blóðdropans 2016
|
2016
|
Hin æruverðuga og ættgöfuga hefðarprinsessa fröken Lovísa Perlufesti Blómsdóttir – Daprasta litla stúlka í öllum heiminum
|
Sögur
|
Barnabækur
|
|
2016
|
Svarti Galdur
|
Sögur
|
Skáldsögur
|
|
2017
|
Skuggarnir
|
Sögur
|
Skáldsögur
|
Tilnefnd til Blóðdropans 2018
|
2018
|
Náttfiðrildi
|
Menntamálastofnun
|
Unglingabækur
|
|
2018
|
Krýsuvík
|
Sögur
|
Skáldsögur
|
Tilnefnd til Blóðdropans 2019
|
2019
|
Aðventa
|
Sögur
|
Skáldsögur
|
|
2020
|
Mörgæs með brostið hjarta – ástarsaga
|
Sögur
|
Skáldsögur
|
|
2020
|
Dauðabókin
|
Sögur
|
Skáldsögur
|
|
2021
|
Horfnar
|
Sögur
|
Skáldsögur
|
|
2022
|
Hungur
|
Sögur
|
Skáldsögur
|
Tilnefnd til Blóðdropans 2022
|
2023
|
Hrafnskló
|
Sögur
|
Skáldsögur
|
|
2023
|
Borg hinna dauðu
|
Sögur
|
Skáldsögur
|
|
2024
|
Dauðinn einn var vitni
|
Sögur
|
Skáldsögur
|
|
Hörður Grímson
Stefán Máni kynnti Hörð Grímsson fyrir lesendum sínum árið 2009 í bókinni Hyldýpi. Bækurnar um Hörð hafa ekki komið út í beinni tímalínu en sögurnar eru sjálfstæðar, því er hægt að lesa bækurnar í hvaða röð sem er.
Sögurnar í þeirri röð sem þær gerast:
- Svartigaldur
- Krýsuvík
- Aðventa
- Horfnar
- Dauðabókin
- Hyldýpi
- Húsið
- Feigð
- Grimmd
- Hungur
- Borg hinna dauðu
Önnur útgáfa
- 2008 - Draugabjallan. Smásaga í ritinu At og aðrar sögur: Sextán spennandi draugasögur. Útgefandi: Mál og Menning.[5]
- 2001 - Neðanjarðarljóð. Charles Bukowski í þýðingu Stefáns Mána.[6]
Tenglar
Tilvísanir