Stallbakur er gerð af bíl með aðskilið lágt skott. Stallbakur hefur hefðbundna lokaða yfirbyggingu með tveimur eða fjórum hurðum og þremur lóðréttum stólpum sem bera þakið. Farþegarýmið inniheldur tvær raðir af sætum og nægjanlegt rými í aftari röð fyrir tvo eða þrjá fullorðna einstaklinga. Stallbakur er á meðal algengustu gerða bifreiða.