Hverfið samanstendur af 4 svæðum, íbúabyggðin efri-Smárar sem er á Nónhæð, íbúabyggðin neðri-Smárar eða L-smárar sem eru í Kópavogsdal, atvinnusvæðinu H-smárar á Nónhæð og svo Dalvegi sem er í Kópavogsdal. Uppbygging hófst 2019 í H-smárum þar sem íbúabyggð bætist við neðarlega.
Það er fámennast af 5 hverfum Kópavogsbæjar og í því eru 2 leikskólar (Arnarsmári og Lækur), 1 grunnskóli (Smáraskóli), heilsugæslustöð (Hvammur) og atvinnustarfsemi. Í hverfinu er stærsta verslunarmiðstöð Íslands Smáralind, Norðurturninn, hæsta bygging landsins Smáratorg 3 og margvísleg atvinnustarfsemi í H-smárum og á Dalvegi. Aðalstöðvar Breiðabliks eru í hverfinu sem og Kópavogsvöllur, knattspyrnuhúsið Fífan og íþróttahúsið Smárinn.