Smári eða transistor er hálfleiðaratæki sem er aðallega notaður til að magna eða skipta rafboðum. Smárar eru grunneiningar í rökrásum tölva og flestra annarra nútímarafeindatækja. Smárar geta verið stakir en oft koma þeir fyrir frá tugum og upp í marga milljarða saman á sömu flögu. Smárar komu fyrst fram á sjónarsviðið á 3. áratug20. aldar en ekki var farið að framleiða þá fyrr en eftir síðari heimsstyrjöld til notkunar í útvarpsviðtækjum.
Smárar skiptast í tvær megingerðir; sviðshrifssmára (e. FET, field effect transistor) og tvískeytta smára (e. BJT, bipolar junction transistor).