Amoria C. Presl[2] Bobrovia A. P. Khokhr.[2] Chrysaspis Desv.[2] Lupinaster Fabr.[2] Ursia Vassilcz.[2] Xerosphaera Soják[2]
Smárar er samheitið yfir tegundirnar í smáraættkvísl (Trifolium á Latínu er tres "þrír" + folium "blað"), sem samanstendur af um 300 tegundum jurta í Ertublómaætt (Fabaceae). Ættkvíslin hefur heimsútbreiðslu; mesti fjölbreitileiki hennar er í tempruðum svæðum norðurhvels, en margar tegundir finnast einnig í Suður-Ameríku og Afríku, oft á hálendi á hitabeltissvæðum. Þeir eru smávaxnir einæringar, tvíæringar, eða fjölæringar. Smárar geta verið sígrænir. Blöðin eru þrískift, sjaldar 4-, 5- eða 6-skift, og blómin eru mörg saman í stórum, egglaga eða hnöttóttum kolli; rauð, bleik, hvít eða gul. Fræin eru í belgjum, 1 til 4 í hverjum. Aðrar skyldar ættkvíslir sem einnig eru nefndar smárar eru Melilotus (Steinsmári) og Medicago (Refasmárar).
Ræktun
Nokkrar tegundir smára eru mikið ræktaðar sem fóðurplöntur. Þar sem smárar eru í sambýli við niturbindandi gerla eru þeir einkar æskilegir í ræktun á beitilöndum og ökrum. Eru gerlarnir einkum af ættkvíslunum Rhizobium og Bradyrhizobium.
Helstu smárar á Íslandi eru; Hvítsmári (Trifolium repens) og Rauðsmári (Trifolium pratense). Hvítsmári er vinsæll fyrir nokkra hluti; hann sprettur aftur eftir endurtekinn slátt, hann er næringarríkur fyrir búfénað, hann vex vel í mismunandi jarðvegi og bætir hann með hjálp niturbindandi baktería í rótum.
Býflugnabændur njóta góðs af smára þar sem hann er ein af betri uppsprettum blómasafa (nektar) fyrir alibýflugur.
Trifolium repens, hvítsmári, er fjölær tegund sem er algeng á vallendi og túnum á láglendi. Blómin eru hvít eða bleikleit og verða brúnleit og niðursveigð við þroska. Túnsmári(Trifolium hybridum), er fjölæringur sem var tekinn til ræktunar snemma á 19 öld og hefur ílenst víða um heim. Blómin eru hvít eða rauðleit. (Trifolium medium), Skógarsmári, er skriðull fjölæringur með hlykkjóttum stönglum og rauðleitum blómum. Það er verið að kanna möguleika á kynblöndun hans og rauðsmára(T. pratense) til að mynda langlífa ræktunarjurt.[3]