Sléttuúlfur

Sléttuúlfur
Tímabil steingervinga: Snið:Fossil rangeMiddle Pleistocene – recent
Canis latrans lestes
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Animalia
Fylking: Chordata
Flokkur: Mammalia
Innflokkur: Eutheria
Ættbálkur: Carnivora
Ætt: Canidae
Ættkvísl: Canis
Tegund:
C. latrans

Tvínefni
Canis latrans
Say, 1823
Modern range of Canis latrans
Modern range of Canis latrans

Sléttuúlfur er spendýr sem lifir í Norður-Ameríku. Hann nefnist á ensku coyote eða praire wolf. Nafnið má líklega rekja til upprunalegra heimkynna þeirra á sléttum Norður-Ameríku. Orðið coyote kemur hins vegar af orðinu couytl í máli Nahutl-indjána sem bjuggu á svæðum sem tilheyra í dag Mexíkó. Latneska heiti þeirra merkir hins vegar “geltandi hundur”.

Sléttuúlfar eru afkomendur úlfa fyrir um 1 – 2 milljónum ára. Sléttuúlfar eru þekktir fyrir að vera mjög gáfuð dýr, þeir eru þekktir fyrir að aðlagast og lifa með breytingu náttúrunnar. Sléttuúlfar lifðu upprunalega á opnum sléttum og eyðimörkum, en nú lifa þeir í skógum og upp á fjöllum. Þeir hafa jafnvel numið land í borgum eins og Los Angeles og er nú að finna við flestar borgir í Norður-Ameríku.

Útlit og samskipti

Sléttuúlfar hafa verið kallaðir litli bróðir úlfsins því þessar tegundir eru náskyldar og töluvert líkar í útliti. Karlkynið er um 8-20 kg en kvenkynið er um 7-18 kg. Lengd sléttuúlfs er í kringum 100-135 cm og lengd skottsins er um 40 cm. Ríkjandi litur á feldi sléttuúlfa er ljós grár og rauður. Feldur sléttuúlfa samanstendur af stuttum og mjúkum hárum, og löngum og grófum hárum. Sléttuúlfar eru yfirleitt minni heldur en úlfar, Þeir hafa minni líkamsbyggingu, andlit og vöðvabyggingu. Þeir hafa mjög góða heyrn og lyktarskyn. Sléttuúlfar geta gefið frá sér mörg hljóð til að tjá sig. Þeir gefa frá sér langt spangól, gelta og einnig hljóð sem innihalda, "bark-howls" and "yip-howls."

Lifnaðarháttur

Sléttuúlfar lifa í Norður-Ameríku og reika um slétturnar, skóga, fjöll og eyðimerkur í Kanada, Bandaríkjunum, Mexíkó og Mið-Ameríku. Á meðan maðurinn tekur yfir sífellt meira svæði þurfa sléttuúlfarnir að aðlagast því að lifa í borgum til að finna sér mat. Það er orðið frekar algengt að sjá sléttuúlfa í stórborgum eins og New York og Los Angeles. Sléttuúlfar eru einfarar og merkja þeir svæði sitt með þvagi. Þeir verða meiri félagsverur á veturna til þess að auðvelda sér að finna fæðu. Sléttuúlfar eru næturdýr, þeir sofa á daginn og veiða á nóttinni. Þeir spangóla til að tjá sig um staðsetningu þeirra.

Fæðunám

Sléttuúlfar eru alætur en um 90% af fæðu sléttuúlfs eru spendýr. Stærstur hluti fæðunnar er þó venjulega smærri spendýr svo sem skógarkanínur, mýs, moldvörpur og jarðíkornar. Á sumum svæðum fella sléttuúlfar jafnvel stærri bráðir eins og elgi, hirti og nautgripi. Einnig éta þeir skriðdýr og fugla og jafnvel skordýr eða aðra landhryggleysingja. Fyrir utan manninn eru úlfar helstu afræningjar sléttuúlfsins. Þessar tegundir eru jafnframt í beinni samkeppni hvor við aðra, en þær lifa að miklu leyti á sömu svæðum. Rannsóknir hafa sýnt að úlfar halda stofnstærð sléttuúlfa niðri. Á svæðum þar sem úlfurinn hefur horfið hefur fjöldi sléttuúlfa margfaldast en stofnstærðin hefur aftur á móti minnkað þegar úlfum hefur fjölgað.

Fjölskyldulíf

Sléttuúlfar lifa saman í mörg ár og deila ábyrgð á ungunum. Í sumum tilvikum sér móðirinn aðeins um ungana. Sléttuúlfar lifa saman í fjölskylduhópum. Þegar ylfingarnir eru fullvaxta að hausti þá er algengt að dæturnar verði eftir hjá foreldrunum og hjálpi til við að undirbúa got mæðra sinna næsta vor en synirnir hverfa á braut.

Æxlun og félagskerfi

Sléttuúlfynjan verður kynþroska venjulega á öðru ári. Fengitíminn er í janúar til febrúar en þá gefur úlfynjan frá sér sterka lykt sem laðar að karldýr úr nágrenninu. Þegar úlfynjan hefur valið sér karldýr til að makast við sér parið sameiginlega um uppeldi yrðlinganna. Einkvæni er algengt meðal sléttuúlfa en úlfynjan velur sér venjulega sama karldýr og árið áður. Parið byrjar venjulega á því að leita uppi gamla jarðholu sem hefur verið grafin af greifingja, marðardýri eða jafnvel nagdýri. Afar sjaldgæft er að sléttuúlfar grafi sínar eigin holur. Þegar kemur að goti hverfur úlfynjan niður í jarðholuna og karldýrið sér þá eitt um veiðarnar.

Meðgöngutíminn er venjulega um 60-65 dagar og er got því venjulega í mars eða apríl. Meðalgotstærð er 5-6 ylfingar. Þeir vega um það bil 250 grömm við fæðingu og eru hárlausir og blindir. Fyrstu tvo mánuðina lifa þeir á blöndu af hálfmeltu kjöti og mjólk. Eftir það fara foreldrarnir að bera ofan í þá hrátt kjöt og jafnvel lifandi veiðidýr sem þeir geta þá æft sig á að veiða. Við 3-4 mánaða aldur er mataræði yrðlinganna og foreldranna orðið það sama og fara þeir þá í vaxandi mæli með foreldrunum til veiða. Fjölskyldan yfirgefur bælið venjulega um hásumarið og þurfa ylfingarnir þá að venjast lífinu algjörlega utan bælisins. Við 9 mánaða aldur eru yrðlingarnir orðnir fullvaxnir og tilbúnir að mæta komandi vetri.


Tenglar

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!