Skarphéðinn Njálsson er persóna í Brennu-Njáls sögu. Skarphéðinn er sonur Njáls Þorgeirssonar og er einn af aðalpersónum sögunnar.
Hann bjó á Bergþórshvoli, og var elsti sonur Njáls og Bergþóru. Hann var mikill maður vexti og styrkur, vígur vel og syndur sem selur. Manna fóthvatastur, skjótráður, öruggur, gagnorður og skjótorður og löngum vel stilltur. Hann var jarpur á hár og sveipur í hárinu, eygður vel, fölleitur og skarpleitur, liður á nefi og lá hátt tanngarðurinn, munnljótur nokkuð og þó manna hermannalegastur. Hann var kvæntur Þórhildi Hrafnsdóttur. Hann var mesti vígamaður þeirra bræðra.