Sjálfstætt fólk er skáldsaga eftir Halldór Laxness sem var gefin út í tveimur bindum á árunum 1934-1935. Undirtitill beggja binda var Hetjusaga. Árið 1952 voru bindin tvö sameinuð í eina bók og hefur bókin síðan komið þannig út. Bókin er ein þekktasta skáldsaga íslenskra bókmennta og er oft kennd á framhaldsskólastigi á Íslandi. Sagan er jafnan talin tilheyra félagslegri raunsæisstefnu í bókmenntafræðum og má ætla að hún gerist á árunum 1899-1921 á Íslandi.
Söguþráður
Sagan fjallar um Guðbjart Jónsson, Bjart í Sumarhúsum, fjölskyldu hans og örlög þeirra. Sagan hefst þó á frásögn um Kólumkilla. Guðbjartur vann í 18 ár fyrir hreppstjórann í sveitinni meðal annars sem smali, en þá hafði hann loks safnað nægu fé til þess að kaupa sér sitt eigið land. Hann tók við landi er hafði verið í eyði sökum reimleika. Gunnvör og Kólumkilli voru draugar og höfðu tekið sér þar bólfestu og rekið fyrrum ábúendur í burtu. Bjartur trúði ekki á drauga og lét það ekki aftra sér frá því að hefja búskap í Veturhúsum. Hann breytti nafninu á bænum í Sumarhús og reisti nýtt býli. Hann giftist stuttu síðar Rósu, sem lést af barnsförum ári síðar. Bjartur var úti í leit að á þegar Rósa lést. Ásta Sóllilja, dóttir Rósu, rétt lifði af. Bjartur var mikill kvæðamaður og lagði ekki mikið í nútímakveðskap, heldur vildi rím og hefðbundna bragarhætti. Síðari hluti sögunnar fjallar að mestu um Ástu Sóllilju.
Helstu sögupersónur
En auk þess kemur móðir Finnu, Hallbera, amma Guðbjartssonanna mikið við sögu.
Eitt og annað
- Sænski leikstjórin Ingmar Bergman hafði áhuga á að kvikmynda verk upp úr Sjálfstæðu fólki. Þannig segir frá í Regn í rykið eftir Thor Vilhjálmsson, sem tók viðtal við hann í Malmö á sjötta áratug 20. aldar: „Þó lýsir hann [Ingmar Bergman] áhuga sínum á Sjálfstæðu fólki eftir Laxness. Árum saman, segir hann: hefur mig langað til að gera kvikmynd byggða á fyrri hluta verksins. En það vantar peninga. Ég hef lengi reynt að fá peninga til þess en ekki tekist, sagði Bergman“. [1]
- Talið er að móðir Finnu eigi sér fyrirmynd í ömmu Halldórs, en persónur líkar ömmunni eru tíðar í verkum hans.[heimild vantar]
Tilvísanir
- ↑ Thor Vilhjálmsson, Regn á rykið, Helgafell, 1960, bls. 198.
Tenglar